Lumos

Svífandi Lampi

Ljósaperan flýtur með hjálp segla og  útkoman er hreint út sagt stórkostleg.

rsz_snertilaus_sótthreinsivél

Snertilaus sótthreinsivél

Frá AKO

Með AKO sótthreinsivélinni getur þú sótthreinsað hendur, peningaseðla, kort, posa, handföng og margt fleira.

Það er skynjari á vélinni sem að skynjar innrautt ljós. Þegar að hann skynjar hreyfingu fer skammtari í gang sem sprautar sótthreinsivökva upp í loftið í svokallað mistur sem hentar frábærlega til að sótthreinsa.

rsz_snertilaus_sótthreinsivél

Snertilaus sótthreinsun

Með AKO sótthreinsivélinni getur þú sótthreinsað það sem þú vilt án þess að koma við sprittbrúsa. Þú einfaldlega lyftir hendinni eða því sem þig langar að sótthreinsa 10-15cm yfir skynjarann á vélinni sem sprautar sótthreinsivökva upp í svokallað mistur.

Hönnun

AKO vélin skiptist í þrjá hluta: Gler flösku, bómullarkjarna og vél með lithium-ion batteríi, skammtara og skynjara.

Vélin er fyllt af sótthreinsivökva (80ml), bómullarkjarnin sýgur sótthreinsivökvann í sig og flytur hann í átt að vélinni. Þegar að skynjarinn skynjar hreyfingu kveiknar á vélinni, þar myndast gríðarlegur titringur sem "breytir" vökvanum í svokallað mistur og spýtir honum útum skammtara opið.
Batteríið er endurhlaðanlegt og dugir hver hleðsla í 400-500 skipti.
Það er 3 ára ábyrgð á vélinni.